Um vefinn

Vefur þessi er til orðinn fyrir atbeina Heimspekistofu dr. Helga Pjeturss sem stofnuð var árið 1990. Í skipulagsskrá útgefinni af Dóms- og kirkjumálaráðuneytinu, 16. október 1990 segir m.a.:

„Tilgangur stofnunarinnar er vísindaleg rannsóknarstarfsemi á sviði heimspeki sem felst í eftirgreindu:

a) Varðveisla rita dr. Helga Pjeturss og muna sem tengjast persónu hans og minningu, sérstaklega þeirra frumgagna sem hann studdist við við tilurð kenninga sinna um lífið í alheimi. Einnig söfnun þess sem um kenningar hans hefur verið ritað. Stefnt skal að því að koma upp tölvugagnabanka um kenningar hans og þróun þekkingar á lífinu.

b) Að skapa vinnuaðstöðu og skilyrði fyrir þá sem vilja kynna sér verk dr. Helga Pjeturss og að vinna í anda hans að skilningi á lífinu svo og styrkja ákveðin verkefni sem þjóna þessum tilgangi.“

Grundvöllur að tilurð heimspekistofunnar var dánargjöf Kristínar G. J. Sigurðadóttur. Hún var fædd 13. febrúar 1914 og lést 4. nóvember 1990.

Vefnum er skipt á nokkra þætti, en stærsti hluti hans er valdar ritgerðir úr hinu mikla ritsafni Nýall, sem taldar eru varpa skýrustu ljósi á inntak hugmynda og verka dr. Helga. Einnig er hér að finna æviágrip þar sem lífshlaupi hans og störfum eru gerð skil, sagt hvar bækur dr. Helga sjálfs og annarra eru fáanlegar, og hvernig hægt er að senda okkur línu. Síðar verður bætt við köflunum: Jarðfræði; Þróun vísinda; Ýmsar greinar; og Algengar spurningar.

Eftirtöldum köflum og málsgreinum hefur verið sleppt úr því efni sem hér birtist:

Hið mikla samband: köflum I og II sleppt.
Lífgeislan og magnan: kafla XV sleppt.
Stjörnulíffræði: fyrri hluta I kafla sleppt sem og köflum XXI-XXVIII.
Björgun mannkyns: köflum IX-XVII sleppt.

Umsjón með útgáfu: Nesútgáfan ehf. og Benedikt Björnsson, Kjartan Norðdahl og Haukur Matthíasson.
Vefhönnun: Þröstur Freyr Hafdísarson / Þögn ehf.
Þýðing á ensku: Anna Yates
Próförk: Helga Kristín Einarsdóttir